VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

2.7.11

Posted by Picasa

|

Posted by Picasa

|

Posted by Picasa

|

13.2.10




Þóra Guðrún 1 árs!!

|

16.9.09


Fréttir úr Arnarklettinum

Af Herdísi Maríu er allt gott að frétta. Hún átti 2ja ára afmæli sl. mánudag og var veislan haldin á sunnudaginn. Vinirnir komu kl 12 og svo fjölskyldan kl 15. Veisluborðið var dekkhlaðið og ömmurnar bökuðu marens og gerðu brauðtertu. Katrín frænka gerði brauðrétt og mamman bakaði langt fram á nótt... súkkulaðiköku, rice crispies, rjómatertu ofl. Herdís María söng með afmælissöngnum í tvígang en svo þegar að mamman ætlaði að syngja hann eina ferðina enn á sjálfan afmælisdaginn þá sagði Herdís María biðjandi og pínu pirruð "ekki". Herdís María fékk fullt af gjöfum. Hún fékk hjólbörur og skóflur frá mömmu og pabba, nokkrar bækur, dúkku og bleikan krumma frá ömmu og afa í rvk, pening frá ömmu og afa í Borgarnesi, ferðageislaspilara frá Álfheimavillingunum, föt og fleira frá Baltimore genginu og Katrínu og margt fleira. Skemmtilegastur fannst henn þó gangandi fíllinn frá Ísaki Geir.

Við foreldrarnir vorum kallaðir í okkar fyrsta foreldraviðtal um daginn. Þar kom fram að Herdís María er dugleg og kát stúlka. Hún er alltaf hress og til í að gera allt. Svo er hún sjálfstæð og blíð. Hins vegar er hún dugleg að berjast fyrir sínu. Kannski ofdugleg á stundum. Þá er hún sett á stól í 2 mínútur. Við vorum glöð að heyra að hún hlýðir vel og borðar matinn sinn. Í hvíldina fer hún þegjandi og hljóðalaust og er til fyrirmyndar.

Af Þóru Guðrúnu er allt gott að frétta. Hún er byrjuð hjá dagmömmu og aðlögunin gekk vel fyrir sig. Gyða dagmamma segir að hún hafi sjaldan verið með svona gott og þægt barn. Það þarf ekki einu sinni að rugga henni í svefn. Þóra Guðrún borðar ALLT, ólíkt systur sinni. Hún sefur vel og grætur ekkert. Hún gerir sig þó líklega til að skæla þegar að mamma fer á morgnana en skeifan hverfur fljótt þega að hún sest með hinum börnunum. Þóra Guðrún er alveg farin að skríða og fer hér út um öll gólf. Hún er líka orðin ákveðnari og gefur foreldrum sínum sterklega til kynna hvað hún vill og hvað hún vill ekki. Hún er alltaf jafnkát og það er auðvelt að fá hana til að hlægja.

Gullkorn í lokin:
Elías Torfi var í mat hjá okkur og var með soldið slæman hósta
Maj-Britt: "Æ Elías minn, þú ert með slæman hósta"
Elías: "Já"
Herdís María: "Æ greyið kallinn....."

Efnisorð: ,

|

31.8.09

Fjölskyldan í Skarðsvík ágúst 2009
Posted by Picasa

|

Posted by Picasa

|

3.8.09

Posted by Picasa

Efnisorð:

|

2.4.09

Lífið...

..gengur sinn vanagang hér í Arnarklettinum.
Við vöknum yfirleitt við það að Herdís María fær að skríða upp í til okkar. Stundum er Þóra Guðrún þar líka ef að ég hef t.d. verið að gefa henni. Við famelían kúldrumst þarna í rúminu saman og tökum okkur tíma í það að vakna. Eftir smá eltingarleik við Herdísi Maríu þá skunda þau feðginin til dagmömmu og vinnu og við Þóra Guðrún sitjum einar eftir heima. Þá taka venjulega við þessi almennu húsverk, taka úr uppþvottavél, búa um og setja í þvottavél ef að þarf. Ganga frá og þess háttar. Svo sörfa ég á netinu eða kíki í bók/video meðan að Þóra Guðrún leikur sér á teppinu. Svo er "spennandi" að sjá hvað dagurinn ber í skauti sér. Stundum kemur einhver í heimsókn og stundum förum við mæðgur út t.d. í skoðun, mömmuhitting, labbitúr eða t.d. í bæjarferð. Við sækjum svo Herdísi Maríu kl 15:00 og þá fær hún smá tíma með mömmu sinni áður en að pabbinn kemur heim. Herdís María er orðin svakalega flínk í því að púsla og setja kubba í rétt göt. Svo vill hún lesa eina til tvær bækur eða horfa á skrípó. Ég sker niður fyrir hana ávexti eða poppa (það finnst henni mjög mikið sport) og við eigum góða stund saman mæðgurnar. Ef að Þóra Guðrún er vakandi þá fær hún að vera með... aðallega svona á hliðarlínunni samt. Herdís María vill hafa mömmu sína út af fyrir sig svona fyrst eftir að hún kemur heim frá dagmömmunni. Einar kemur svo heim kl 16:00. Tíminn frá 16:00-20:00 er bissí bissí. Stundum skreppum við út eða til ömmu og afa. Bónus er vinsæll áfangastaður! Svo stússumst við foreldrarnir í matargerð, böðum, lesum, burstum barnatennur og svæfum. Herdís María er voðalega dugleg að sofna sjálf í sínu rúmi. Alveg hætt að gráta en kallar dálítið í okkur... "maaammmma" heyrist reglulega úr rimlarúminu. Hún gefst á endanum upp og sofnar. Þóra Guðrún sofnar milli 21:00-22:00 svo það dettur allt í dúnalogn þá. Þá fær maður loksins smá tíma fyrir sig eða okkur foreldrana saman. Þá er vinsælt að horfa á Amazing race, American Idol eða bara dunda sér eitthvað. Ég reyni að nota þennan tíma til að halda í leifarnar af pæjuskap mínum og tek neglurnar mínar eða set á mig maska. Áður en að við förum að sofa tek ég fötin hennar Herdísar Maríu til og geri allt reddí fyrir morgundaginn. Set uppþvottavélina í gang, geng frá og bursta tennur. Jamm svona er lífið í Arnarkletti þessa dagana. Spennandi ekki satt??

Við fórum í sænskar kjötbollur til tengdó í gær. Anna Stína og Elías voru á Skypinu en þau koma til landsins í næstu viku. Anna Stína er komin rúmlega 20 vikur á leið og það fjölgar því í barnahópnum í haust. Við erum voðalega spennt að vita hvort að það komi strákur eða stelpa.

Eiríkur kemur heim frá USA í næstu viku í stutt stopp yfir páskana. Litli bróðir verður 30 ára 11. apríl believe it or not! ! !

Og að lokum. Herdís María heldur áfram að skemmta okkur. Um daginn var hún að stripplast með hvítt púður á rassinum. Hljóp um allt berrössuð. Svo sá ég hana gægjast fyrir horn og vissi að eitthvað væri í uppsiglingu. Svo mætti daman nema hún var ekki lengur algjörlega allsber heldur komin í stígvél. Svo beygði hún sig í baki og gekk eins og gamall karl um allt og hló með sínum brilljant ráma hlátri. Hvíti púðurrassinn naut sín vel og mig langaði ekkert meira en að éta hana upp til agna.

Efnisorð: ,

|

20.3.09

Systrafréttir

Nú er Þóra Guðrún orðin 11 vikna og Herdís María 18 mánaða. Í tilefni af því fóru þær í skoðun í ungbarnaeftirlitinu. Það er óhætt að segja að það hafi tekið tímann. Fyrst var Þóra Guðrún vigtuð og lengdarmæld og allt í góðu þar. Hún hafði þyngst vel frá 9 vikna skoðun en þá hafði hún ekki þyngst neitt frá 6 vikna skoðuninni út af veikindum. Þóra Guðrún var 5.265 gr. og 60 cm. Þóra Guðrún brosti mikið til Írisar hjúkku sem hafði orð á því hversu mannaleg og glaðleg ÞG væri. Herdís María hafði nú varla tíma í þessar mælingar, hún var svo bissí að leika sér og vesenast þarna allsber. Henni var samt skellt á vigtina og daman var 8.990 gr. 9 kg. múrinn sem sagt ekki rofinn enn! Hún hafði hins vegar lengst um 6 cm frá síðustu skoðun (14 mánaða) og er orðin 79 cm. Hjúkkunni fannst hún ekki vera að þyngjast neitt brjálæðislega vel en við foreldrarnir höfum nú alveg heyrt þá vísu kveðna. Hún bætti hins vegar upp fyrir þyngdina með stanslausum skemmtiatriðum fyrir lækninn og hjúkkuna en þau skellihlógu að henni. Svo fékk hún 18 mánaða sprautuna sína og kveinkaði sér varla.

Þegar að Þóra Guðrún var 6 vikna fékk hún RS vírusinn. Þrjár vikurnar þar á eftir voru strembnar því litla ÞG átti erfitt með svefn og drakk illa. Herdís María var líka með slæman hósta og barnalæknirinn gaf okkur púst til að hjálpa þeim. Pústið virkaði strax á HM sem að lagaðist fljótlega en ÞG hóstaði í 3 vikur en er núna hin hressasta.

Herdís María er farin að sofa í sínu eigin rúmi og herbergi. Pabbi hennar fór inn með hana 17,5 mánaða og setti í rimlarúmið. Herdís María grét eins og ég veit ekki hvað og teygði hendurnar í áttina að pabba sínum og þrýsti andlitinu milli rimlanna stokkbólgin og voteygð. Já þetta tók á pabbann en hann gafst ekki upp. Það tók nokkur kvöld að venja hana við. Fyrstu kvöldin spurðum við hana hvar hún ætti að lulla og þá arkaði hún alltaf rakleiðis að hjónaherberginu. Þá sögðum við nei þú átt að lulla í þínu herbergi. Þá hengdi hún haus og lallaðist inní sitt herbergi. Núna hefur hún sofið í sínu herbergi í 2 vikur og allt gengið vel. Við foreldrarnir söknum hennar samt pínu því HM er svo mikill kúrari. Hún hefur samt komið uppí um 6 leytið á morgnana í nokkur skipti og þá fær mamman kúrið sitt :)

Þóra Guðrún er lögð í vögguna sína kl. 22 á kvöldin og sofnar sjálf enn sem komið er. Hún ambrar aðeins en mamman stingur bara snuddunni aftur upp í hana og strýkur henn og þá sofnar hún fljótt. Við ætlum að reyna að halda þessu áfram með hana og venja hana ekki á millið eins og stóru systur. Það er bara svo gott að hafa þessi kríli upp í hjá sér að það er svakalegt.

Herdís María er farin að segja mörg orð og skilningurinn mikill. Nýjustu orðin eru bíll, auga og húfa og sparar hún þau ekki. Svo er hún á nei tímabilinu og segir hástöfum nei þegar að hún vill ekki eitthvað. Í bílnum á leiðinni heim áttum við þetta spjall við hana:

Mamma: Herdís María viltu fara heim?

Herdís María: NEI!

Mamma: viltu fara til ömmu?

Herdís María: NEI!

Mamma: viltu fara til afa?

Herdís María: DAAAAAA AFA.... (Da er já)

Það er ekki að spyrja að því en daman dýrkar afa sína :)

Jæja nóg í bili af heimasætunum í Arnarkletti.

Efnisorð: ,

|

2.2.09

Þóra Guðrún með ömmu Þóru og ömmu Guðrúnu
Þóra Guðrún

Skírn Þóru Guðrúnar

Þann 31. janúar 2009 skírðum við hana Þóru Guðrúnu okkar. Hún var eins og ljós í skírninni og svaf mestallan tímann. Einn veislugestanna sagði hana eins og engil, hún væri svo falleg. Maggi föðurbróður litla engilsins okkar hélt undir skírn og Þórsteinn ömmubróðir skírði. Ömmurnar voru rosalega ánægðar með nafnið og kepptust við að knúsa ömmustelpuna. Herdís María stóra systir stal reyndar senunni í athöfninni þegar að hún tók upp á því að þræða fjöldann allan af armböndum á handlegginn og snúa sér í hring, algjört rassgat. Veislan heppnaðist rosalega vel og allir fóru saddir og sælir úr Borgarnesi. Engillinn fékk fullt af fallegum gjöfum og veður nú í sandi af seðlum = dágóður heimanmundur! Við Einar erum varla að trúa þessari lukku okkar, tvær dásamlega prinsessur á rúmlega einu ári.

Barnanetssíðunni hefur nú verið breytt í www.nino.is/borgarnesprinsessur

Efnisorð:

|

13.1.09

Komin heim

Já, vísitölufjölskyldan er komin heim í heiðardalinn. Það er svolítil breyting að vera komin með nýjan einstakling á heimilið en það er mjög gaman. Herdís María var dálítið abbó fyrstu dagana. Hún hélt að lillan væri dúkka spes fyrir hana og vildi halda á henni og klípa í hana eins og hinar dúkkurnar sínar. Hún var því ekki sátt við foreldrana þegar að þeir bönnuðu henni að handleika nýju dúkkuna eins og hún vildi. Svo fannst Herdísi Maríu svolítið erfitt að sjá mömmuna gefa lillunni brjóst og vildi fá smá slurk sjálf. Núna hefur hún tekið litlu systur í sátt og strýkur henni, klappar og kyssir hvenær sem að færi gefst. Hún er náttúrulega það lítil að hún á ekkert eftir að muna eftir sér sem einkabarni ;). Litlan er yndisleg. Hún hefur frá fyrsta degi opnað augun vel og við náum góðu augnsambandi við hana. Hún er líka farin að brosa. Mér finnst við hafa náð góðum tengslum strax. Hún er dálítið óvær á nóttunni og lætur móður sína hafa fyrir sér en hún er dugleg að drekka og þyngist vel. Einar er í fæðingarorlofi fram í miðjan febrúar svo að við erum bara í þessu barnastússi daginn út og daginn inn. Hlökkum til þegar að lillan fer að sofa á nóttunni og róast aðeins í mallanum. Það hefur verið dálítill gestagangur en alls ekkert ofmikill. En við 4ra manna famelían í Arnarkletti kveðjum í bili. (Ótrúlegt að geta sagt þetta!!!)

Efnisorð: ,

|

3.1.09

Fæðingasaga nr. 2

Aldrei, aldrei í lífinu hefði mér dottið það í hug fyrir nokkrum árum, að ég ætti eftir að eyða áramótum á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness. Þetta var ekkert smá súrealískt.
En hér kemur fæðingarsagan okkar þann 31. desember 2008.

Ég hafði verið með fyrirvaraverki, aðallega á næturnar, vikuna áður en að bomban kom í heiminn. Ég var orðin soldið þreytt á þessum verkjum og viðurkenni að ég jánkaði fólki með semingi þegar að það sagði mér að halda í mér fram yfir áramót. Að morgni gamlársdags fékk ég slæma túrverki og tók verkjatöflur. Hélt að verkirnir færu eins og svo oft áður. Um klukkan 10 fannst mér verkjalyfin hins vegar ekki virka og fór að gruna að þetta væri kannski að fara í gang. Um klukkan tíu mínútur í tólf fékk ég hríð. Það fór sko ekki á milli mála. 5 mínútum síðar kom önnur og ég hringdi í Einar og sagði honum að koma strax heim. Við hentum okkur upp í bíl og brunuðum niðrá Skaga. Hringdum á undan okkur á leiðinni og mér heyrðist ljósan svona frekar efins og ég fór að pæla í hvort að við værum offljót á okkur. Við hugsuðum sem svo að það væri ekki svo vitlaust að fara allaveganna í mónitor og tékka á stöðunni. Við mættum niðrá sjúkrahús um kl. 13 og ég var sett í rit. Ég fékk frekar harða samdrætti á 4-5 mínútna fresti allan tímann í ritinu og um kl. hálf tvö mældi Helga ljósmóðir útvíkkunina en hún var þá komin í 6-7. Helga hafði orð á því hvað allt væri mjúkt þarna, ég var víst eins og dúnn!! Við færðum okkur inn á fæðingarstofu og ég fékk slökunarnál í ennið og settist á bolta. Mér fannst rosalega þægilegt að sitja á boltanum og notaði glaðloftið þegar að hríðarnar komu. Um klukkan hálf þrjú var ég komin í 9 í útvíkkun og kl. 15 sprakk belgurinn. Þvílíkt sem að það var þægilegt. Ég var þá komin með 10 í útvíkkun og remdist 3svar og út kom bomban okkar eins og Súperman (Herdís María kom líka þannig út). Daman lét heyra í sér og fékk 10 í fyrsta prófinu sínu. Hún var farin að sjúga brjóst eftir 20 mínútur og er hreinlega fullkomin. Við foreldrarnir áttum ekki orð yfir þessari stóru og myndarlegu stúlku, 16 merkur og 54 cm og höfum knúsað hana svo mikið, mikið síðan að hún kom í heiminn.
Fæðingin var frábær, dáldið sárt þarna úr útvíkkun 9-10 :o) Helga ljósmóðir var frábær og við gætum ekki verið hamingjusamari með þetta allt saman.

Efnisorð:

|

24.12.08


Aðfangadagur...


...byrjar vel þ.e. engin ælupest en Þorlákur fór meira og minna í ælupest hjá mér :(.
Herdís María vakti okkur um hálf níu og við skiptumst á gjöfum uppí rúmi. Kúrðum smá og fengum okkur svo morgunverð. Herdís María fékk súkkulaðidagatal frá afa sínum í byrjun desember og hefur opnað það samviskusamlega á hverjum degi. Um leið og hún sér dagatalið fer hún að tvístíga, rekur út úr sér tunguna og sleikir út um. Ferlega sætt enda er hún sætabrauðsgrís af verstu gerð. Nú liggja feðginin upp í sófa og horfa á barnaefni og ég sit og tek síðasta rúntinn um vefheima. Svo verður slökkt á tölvu, tjillað yfir góðri jólamynd og svo er það jólabaðið. Síðan brunum við í bæinn í jólaland foreldra minna. Fáum humar, nautalundir og súkkulaðiköku, ekki amarlegt það. Svo er allt svo fallega skreytt hjá þeim, það finnst varla jólalegra heimili. En allaveganna Gleðileg jól kæru vinir og vandamenn. Hafið það gott um jólin. Knús frá okkur til ykkar.

ps. bíðum spennt eftir nýjársbombunni :) ætli hún komi ekki með látum um áramótin !

Efnisorð:

|

19.12.08

Newsflash....

Jæja ég er komin í slökun. Ég náði ekki að skila ritgerðinni sem að er bömmer. Ég er samt búin með hana að mestu en átti smá frágangs og heimildarvinnu eftir. Svo settu veikindi hjá Herdísi Maríu strik í reikninginn þessa síðustu viku. Leiðbeinandinn minn sagði að ég gæti skilað henni inn, en ég var ekki sátt við að láta hana frá mér eftir svona mikla vinnu þegar að mér líður eins og hún sé ekki alveg tilbúin. Svekkjandi en svona er þetta. Líkaminn minn var líka löngu búinn að segja stopp og í síðustu mæðraskoðun sagði ljósan mín stopp líka. Ég mun því útskrifast í vor sem er náttúrulega miklu skemmtilegra... gardenpartý og svonna haha.

En að öðru og meira skemmtilegu. Ég kláraði jólakortin í gær og ætla að pakka inn núna í dag restinni af gjöfunum. Svo þarf ég að tjúna mig niður svo að ég komist í fæðingu. Stefni á sunnudag/mánudag haha... nei segi svona. Kannski 27. des?? Æ hvað veit maður, það er allaveganna allt rólegt núna.
En núna er akkúrat tími fyrir slakandi freyðibað og eina vidjómynd... hvað finnst ykkur?

Efnisorð: ,

|

17.12.08

Jólastelpan 2007

Jólastelpan 2008

Efnisorð:

|

3.12.08

Desember

Aðventan er yndislegasti tími ársins að mínu mati. Þá nýtur maður þess að baka, skreyta, dúlla með börnunum, fara á jólahlaðborð, setja upp jólaseríur, kveikja á kertum og hugsa jákvætt og fallega. Og nú er aðventan gengin í garð. Það verður lítið um skrif hér þar til að ritgerðinni verður skilað. Ég vona að þið hafið það dásamlegt í skammdegi aðventunnar. Kveikið á kertum og njótið samverunnar með famelíu og vinum. Ég ætla að reyna að gera sem mest af aðventustuffi meðan að ég skrifa eins og vindurinn. Sendið mér góða ritgerðarstrauma á endasprettinum. Lovjú gæs. Gleðilega aðventu.

Efnisorð: ,

|

24.11.08

Bakstur og meððí ....

Ég hef bakað tvær sortir og þær eru báðar búnar! Nú sé ég fram á það að geta ekki misst mig í bakstrinum þar sem að ritgerðin tekur allan minn tíma. Ætla að baka einu sinni enn og svo sníkja Sörur hjá tengdó. Soldið fúlt að missa af svona miklu í kringum undirbúning jólanna en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Ritgerðin gengur fyrir.

Ég er byrjuð að pakka inn jólagjöfum og huga að jólakortunum. Nenni ómögulega að eiga þetta allt eftir á síðustu stundu. Svo finnst mér ég líka njóta þess betur að pakka inn og stússast ef að ég geri þetta í litlu stressu og með góðum fyrirvara. Ég er líka byrjuð að skreyta aðeins. Ég hef alltaf verið fyrir gamaldags jólaskraut og er pínu "dottin í það" núna. Ætla að hafa meira rautt hjá mér en oft áður.

Ég hef heyrt að fólki finnist erfiðara að njóta aðventu og jólanna núna en áður. Ég held hins vegar að ég eigi eftir að njóta þeirra betur. Ég elska þennan tíma og finn það ennþá frekar núna hvað maður er heppin að eiga góðan mann og dásamlegt barn. Ég tala nú ekki um alla vinina og stórfamelíuna. Ég er samt ekki að segja að krepputalið hafi ekki áhrif á mig og það hefur þegar haft áhrif á fjárhag okkar Einars. Hins vegar þá tek ég bara einn dag í einu. Nýt þess að horfa á Herdísi Maríu skottast um stofugólfið, þá gleymir maður genginu og öðru krepputali um sinn. Ég verð líka stundum reið. Mér finnst það eðlilegt og heilbrigt. Þetta er náttúrulega óeðlilegt ástand. Ég reyni að fá útrás fyrir reiðina með því að kjafta við fólk um kreppuna... það virðist virka. Þá lekur allt loft úr mér eins og stórri blöðru. Svo er líka mikilvægt að vera ekkert alltaf að tala um þetta. Svo vona ég líka svo innilega að kreppan verði ekki eins djúp og spár gera ráð fyrir og þetta bjargist fyrir horn hjá flestum.

Þetta átti nú ekkert að verða svona kreppupistill, var búin að lofa mér að skrifa sem minnst um það hér á þetta blogg. Svona gerist bara stundum þegar að maður veit ekki nákvæmlega hvað maður ætlar að segja haha :) Ég hlakka allaveganna voðalega til jólanna. Þá fáum við fjölskyldan í Arnarkletti 27 jólapakka. Mjúkan og knúsulegan jólapakka.... með typpi eða pullu... það veit enginn!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com